Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   fös 07. maí 2021 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mason: Hugsa bara um næsta leik
Ryan Mason.
Ryan Mason.
Mynd: EPA
Ryan Mason heldur um stjórnartaumana hjá Tottenham út tímabilið. Vill hann fá starfið til frambúðar? Mason fékk þessa spurningu á fréttamannafundi í morgun.

„Ég er bara að hugsa um næsta leik. Ég er ekki það mikill kjáni að byrja að fara fram úr mér í hugsun, það er það eina sem ég hef um málið að segja," segir Mason.

Hann ræddi einnig um samband sitt við stjórnarformanninn Daniel Levy.

„Ég hef alltaf átt gott samband við stjórnarformanninn og hann gaf mér þetta tækifæri. Hann er góður maður og honum er umhugað um fótboltafélagið."

Brendan Rodgers, Scott Parker, Nuno Espirito Santo og Graham Potter eru taldir líklegastir í stjórastól Tottenham samkvæmt veðbönkum. Tottenham mætir Leeds í hádeginu á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner