Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. maí 2022 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimild: FH.is 
Lasse Petry með gegn KA - Get ekki beðið eftir að byrja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Lasse Petry gekk til liðs við FH í gær frá HB Köge í Danmörku. Hann gat ekki spilað gegn sínum gömlu félögum í Val í gær þar sem hann var ekki kominn með leikheimild.


Nú er hann hins vegar kominn með leikheimild og er klár í slaginn í næsta leik liðsins sem verður gegn KA á dalvík þann 11. maí.

„Ég var ekki búin að vera að byrja marga leiki hjá mínu gamla liði, þannig þegar Óli og Davíð hringdu í mig sá ég þetta sem stórt tækifæri að spila í mjög góðu liði með mörgum góðum leikmönnum og þjálfurum."

„FH er stórt félag á Íslandi sem á skilið að vera við toppinn, svo vonandi get ég hjálpað til að ná í sigra og það byrjar á miðvikudaginn. Ég get ekki beðið eftir að byrja og allir hjá félaginu hafa tekið vel á móti mér," sagði Lasse Petry í samtali við FH Miðla.

Davíð Snær Jóhannsson gekk einnig til liðs við Fimleikafélagið frá Lecce á dögunum en hann lék sinn fyrsta leik gegn Val í gær.

„Ég er virkilega sáttur með að vera mættur í Kaplakrika. Hér er mikill metnaður, frábær aðstaða og ég tel þetta vera mjög góðan stað til að bæta sig sem leikmaður og einstaklingur. Ég lít björtum augum á framtíðina hérna hjá FH," sagði Davíð Snær í samtali við FH Miðla.


Athugasemdir
banner
banner
banner