Carrick gæti stýrt æfingu Man Utd á miðvikudag - Everton vill White frá Arsenal - Dortmund fylgist með Bobb
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 07. júní 2022 22:03
Baldvin Már Borgarsson
Nik Chamberlain: Þær áttu skilið að vera yfir í hálfleik
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Nik Anthony Chamberlain var gríðarlega ánægðu með 1-3 endurkomusigur sinna kvenna á Meistaravöllum fyrr í kvöld gegn KR í Bestu deild kvenna.

KR leiddi sanngjarnt 1-0 í hálfleik en Þróttarastúlkur mættu af gríðarlegum krafti inn í seinni hálfleikinn og snéri leiknum sér í vil, lokastaðan 1-3 sigur þar sem Katla Tryggvadóttir fór á kostum og skoraði þrennu.


Lestu um leikinn: KR 1 -  3 Þróttur R.

„Ég er sáttur með seinni hálfleikinn, í fyrri hálfleik settu þær okkur undir pressu sem við höndluðum illa, þær áttu skilið að vera yfir í hálfleik. Í seinni hálfleik fórum við loksins að spila þann fótbolta sem við viljum spila, héldum boltanum niðri og færðum hann hratt svo það var bara tímaspursmál hvenær við myndum skora.''


„Við þurftum bara að einbeita okkur að því sem við gerum á æfingum, spila einfaldan fótbolta og færa boltann hratt, fá Murphy í svæðin þar sem hún getur keyrt á vörnina og Kötlu í svæðin þar sem hún fær færin og hún augljóslega skoraði þrjú mörk svo það var allt bara miklu betra í seinni hálfleik.''


„Við breyttum aðeins í hálfleik, Sæunn fór í tíuna, Freyja var að vinna gríðarlega vel, Katla fór að finna svæðin sem við viljum fá hana í svo við stjórnuðum leiknum hreinlega bara algjörlega í seinni hálfleik.''

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan en það er tekið á ensku svo það er í meginmálum skrifað hér líka á íslensku.


Athugasemdir
banner
banner
banner