Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 07. júlí 2020 20:17
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir dagsins: Pulisic og Welbeck bestir
Mynd: Getty Images
Christian Pulisic var besti maður vallarins er Chelsea lagði Crystal Palace að velli í hörkuleik í enska boltanum í dag.

Pulisic skoraði annað mark Chelsea í leiknum og var afar líflegur í leiknum. Hann var maður leiksins með 8 í einkunn, jafn mikið og bakvörðurinn Patrick van Aanholt sem átti góðan leik á vinstri væng heimamanna.

Sky Sports gefur leikmönnum einkunn og fær Gary Cahill aðeins fjóra. Hann meiddist í eltingaleik við Willian og lá eftir í jörðinni á meðan Olivier Giroud kláraði færið með fyrsta marki leiksins. Cahill var því skúrkurinn samkvæmt einkunnagjöf Sky. Mamadou Sakho kom inn í hans stað og þótti standa sig sæmilega.

Enginn leikmaður Chelsea fékk undir 6 í einkunn.

Crystal Palace: Guaita (6), Ward (5), Van Aanholt (8), Dann (6), Cahill (4), McArthur (6), Kouyate (6), Milivojevic (6), Zaha (7), Ayew (6), Benteke (7).
Varamenn: Sakho (6)

Chelsea: Arrizabalaga (7), Azpilicueta (6), James (6), Christensen (6), Zouma (7), Gilmour (6), Mount (7), Barkley (6), Willian (7), Pulisic (8), Giroud (7).
Varamenn: Jorginho (6), Abraham (6), Loftus-Cheek (6)



Í fallbaráttuslag Watford og Norwich var Danny Welbeck valinn maður leiksins. Welbeck sýndi frábær tilþrif í leiknum og skoraði sigurmarkið með bakfallsspyrnu.

Welbeck og liðsfélagar hans Craig Dawson og Ismaila Sarr fengu hæstu einkunnir vallarins, eða 8. Enginn úr liði Norwich, sem er svo gott sem fallið, fékk svo háa einkunn.

Watford: Foster (6), Femenia (7), Kabasele (7), Dawson (8), Sarr (8), Capoue (7), Doucoure (7), Hughes (6), Masina (6), Welbeck (8), Deeney (7).
Varamenn: Cleverley (6)

Norwich: Krul (6), Aarons (5), Godfrey (6), Klose (6), Lewis (5), Tettey (5), Vrancic (6), Stiepermann (6), Buendia (7), Hernandez (7), Pukki (5).
Varamenn: McLean (6), Idah (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner