Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   fös 07. júlí 2023 22:08
Stefán Marteinn Ólafsson
Rúnar Páll: Áfram gakk, upp með hausinn, út með kassan og ekkert kjaftæði
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fylkismenn heimsóttu Breiðablik á Kópavogsvöll í kvöld þegar að 14.umferð Bestu deildarinnar var flautuð á.

Fylkismenn hafa aðeins verið að gefa eftir og færast neðar í töfluna en þeir gerðu sér vonir um að lyfta sér upp úr fallsæti með góðum úrslitum hér í kvöld.


Lestu um leikinn: Breiðablik 5 -  1 Fylkir

„Fyrstu 60. mínúturnar fannst mér bara mjög fínar hjá okkur. Vörðumst vel í fyrri hálfleik og gerðum það reyndar bara feykivel og þeir fungu engar glufur á okkur en samt var staðan 1-0 í hálfleik. Klaufaskapur, langur bolti utan af velli sem að Axel ákvað að skalla ekki í burtu og hann kemst bakvið. Þetta eru atriðin sem að eru á milli góðra liða og liða sem eru að berjast." Sagði Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis eftir leik.

„Inn í seinni hálfleikinn bara fín byrjun en fáum á okkur mark úr föstu leikatriði sem er ólíkt okkur, við höfum ekki verið að fá mörk á okkur úr hornum og menn þurfa bara að klára sínar leikstöður þar maður á mann og það var ekki gott hjá okkur og erum þá 2-0 undir þrátt fyrir að vera vel inni í leiknum og þá þurftum við að breyta til og henda einum hafsentinum framar eða út og setja Pétur inn og gera smá breytingar og það gekk ágætlega og komumst í 2-1 og fengum tækifæri á að koma þessu í 2-2 en síðan er bara refsað aftur." 

Fylkismenn voru vel inni í leiknum allt fram að þriðja marki Blika en við það mark virtist allur vindur fara úr leikmönnum Fylkis.

„Það var erfitt að fá það mark afþví við vorum svo vel inni í leiknum á þessum tímapunkti og þá er þér refsað og það er svolítið okkar saga í sumar að okkur er refsað fyrir minnstu mistök og það er bara eins og það er og er lærdómur sem að við tökum með okkur og við erum í þannig ferli með þetta lið, lærdómsfasa og ég hef sagt það áður að þetta er allt sem að við tökum með okkur í lærdóm."

Nánar er rætt við Rúnar Pál Sigmundsson þjálfara Fylkis í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner