Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. ágúst 2022 21:36
Brynjar Ingi Erluson
Æfingaleikir: Morata gerði þrennu gegn Juventus - Lewandowski frábær í sex marka sigri
Pedri skoraði tvö og Robert Lewandowski eitt í kvöld
Pedri skoraði tvö og Robert Lewandowski eitt í kvöld
Mynd: EPA
Alvaro Morata skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í Juventus
Alvaro Morata skoraði þrennu gegn sínum gömlu félögum í Juventus
Mynd: EPA
Pólski framherjinn Robert Lewandowski skoraði eitt og lagði upp tvö í 6-0 sigri Barcelona á mexíkóska liðinu Pumas í æfingaleik. Þá skoraði Alvaro Morata þrennu fyrir Atlético Madríd í 4-0 sigri á sínum gömlu félögum í Juventus.

Lewandowski var keyptur til Barcelona frá Bayern München í síðasta mánuði en hann náði ekki að koma sér á blað í fyrstu tveimur æfingaleikjum liðsins.

Hann virðist vera að finna taktinn því hann skoraði og lagði upp tvö mörk í kvöld. Mark hans kom á 3. mínútu eftir sendingu frá Pedri en Pólverjinn launaði honum greiðann tveimur mínútum síðar og lagði upp fyrir spænska miðjumanninn.

Ousmane Dembele gerði þriðja markið áður en Lewandowski lagði upp annað mark fyrir Pedri á 19. mínútu.

Pierre-Emerick Aubameyang bætti við fimmta markinu í síðari hálfleik og var það svo margumræddur Frenkie de Jong maðurinn á bakvið sjötta markið. Þetta var einhverskonar kveðjuleikur fyrir Dani Alves, sem er nú á mála hjá Pumas, en hann kom til liðsins á frjálsri sölu frá Barcelona.

Alvaro Morata skoraði þá þrennu fyrir Atlético Madríd gegn sínum gömlu félögum í Juventus í 4-0 sigri. Han gerði tvö í fyrri hálfleik og bætti við þriðja eftir klukkutímaleik. Matheus Cunha gulltryggði sigurinn undir lokin.

Roma vann Shakhtar 5-0. Lorenzo Pellegrini, Gianluca Mancini, Nicolo Zaniolo og Edoardo Bove skoruðu og þá gerði Shakhtar eitt sjálfsmark.

Úrslit og markaskorarar:

Barcelona 6 - 0 Pumas
1-0 Robert Lewandowski ('3 )
2-0 Pedri ('5 )
3-0 Ousmane Dembele ('10 )
4-0 Pedri ('19 )
5-0 Pierre-Emerick Aubameyang ('49 )
6-0 Frenkie de Jong ('84 )

Juventus 0 - 4 Atlético Madríd
0-1 Alvaro Morata ('10 )
0-2 Alvaro Morata ('43 )
0-3 Alvaro Morata ('63 )
0-4 Matheus Cunha ('90 )

Roma 5 - 0 Shakhtar
1-0 Lorenzo Pellegrini ('18 )
2-0 Gianluca Mancini ('40 )
3-0 Yukhym Konoplya ('45 )
4-0 Nicolo Zaniolo ('59 )
5-0 Edoardo Bove ('87 )
Athugasemdir
banner
banner
banner