Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   mán 07. ágúst 2023 20:11
Sverrir Örn Einarsson
Hólmar Örn: Sköpuðum fullt af færum og hefðum hæglega getað skorað fleiri
Hólmar Örn Eyjólfsson
Hólmar Örn Eyjólfsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Mér fannst þetta virkilega góður leikur af okkar hálfu. Förum kannski aðeins niður í seinni hálfleik en yfir heildina virkilega fagmannleg frammistaða hjá okkur.“ Var mat Hólmars Arnars Eyjólfssonar leikmanns Vals um leik Vals er liðið lagði KA að velli á Origo vellinum í dag 4-2.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 KA

Valsmenn höfðu mikla yfirburði á vellinum í fyrri hálfleik en heldur dró af þeim er líða fór á seinni hálfleikinn. Var eitthvað erfiðara að gíra sig inn í síðari hálfleikinn með gott forskot? En Valsmenn leiddu 3-0 er gengið var til hálfleiks.

„Nei, þeir fá þetta mark og við það fá þeir vítamínsprautu. En jú það fer mikil orka í þennan fyrri hálfleik en mér fannst við samt ekkert slakir í seinni hálfleik. Sköpuðum fullt af færum og hefðum hæglega getað skorað fleiri.“

Hlutskipti Vals og KA er ólíkt þegar horft er til leikjaálags er talsvert ólíkt. Á meðan að Valur féll úr bikarnum snemma þetta árið og tekur ekki þátt í Evrópukeppni er KA á leið í bikarúrslit og auk þess að fara að spila sinn fimmta leik í Evrópu næstkomandi fimmtudag. Er það að hjálpa Val að geta eingöngu einbeitt sér að deildinni?

„Ég held að það sé tvíþætt, bæði já og nei. Valur er nú þannig klúbbur að ef við værum í evrópukeppni þá værum við líklega með stærri hóp og við erum margir í liðinu sem hafa verið í svona leikjaálagi og kunnum á það. Það hefði hentað okkur fínt að vera líka í Evrópu en fyrst svona er þá reynum við að nota pásurnar vel. “

Sagði Hólmar en allt viðtalið við hann má sjá hér að ofan.
Athugasemdir