Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 07. september 2019 16:54
Brynjar Ingi Erluson
31 þúsund áhorfendur er Man City vann Man Utd
Keira Walsh og Steph Houghton fagna á Etihad í dag
Keira Walsh og Steph Houghton fagna á Etihad í dag
Mynd: Getty Images
Kvennalið Manchester City vann Manchester United 1-0 í fyrsta leik liðanna í ofurdeildinni á Englandi í dag en ótrúleg aðsókn var á leikinn.

Caroline Weir gerði eina mark leiksins en hún gerði það í upphafi síðari hálfleiks.

Metaðsókn var á leikinn en 31 þúsund áhorfendur mættu til að horfa á grannaslaginn. Fyrra metið var rúmlega 5 þúsund á leik Brighton og Arsenal en það var slegið á síðustu leiktíð.

Það má þó búast við því að nýja metið verði slegið á morgun er Chelsea mætir Tottenham á Stamford Bridge en völlurinn tekur 41 þúsund manns í sæti og er svo gott sem uppselt á leikinn.

Hér fyrir neðan má sjá markið úr leiknum í dag.


Athugasemdir
banner
banner
banner