Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 07. september 2019 22:20
Brynjar Ingi Erluson
Mirror: Van Dijk framlengir við Liverpool til 2025
Virgil van Dijk er búinn að samþykkja nýjan sex ára samning við Liverpool
Virgil van Dijk er búinn að samþykkja nýjan sex ára samning við Liverpool
Mynd: EPA
Hollenski varnarmaðurinn Virgil van Dijk er búinn að samþykkja nýjan sex ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool en Mirror hefur þetta eftir áreiðanlegum heimildum.

Van Dijk, sem er 28 ára gamall, gekk til liðs við Liverpool frá Southampton í janúar árið 2018 en hann kostaði félagið 75 milljónir punda.

Hann hefur átt stóran þátt í frábærum árangri liðsins en liðið hefur tvívegis farið í úrslit Meistaradeildarinnar frá komu hans. Liðið vann Tottenham Hotspur í úrslitunum í ár og endaði þá í 2. sæti ensku úrvalsdeildarinnar en hann var valinn besti leikmaður tímabilsins á Englandi.

Hann var þá valinn besti varnarmaðurinn á árlegu hófi UEFA á dögunum en hann er nú við það að framlengja samning sinn við Liverpool.

Samkvæmt Mirror hefur Van Dijk samþykkt að framlengja til ársins 2025. Núverandi samningur gildir til 2023 og þénar hann 125 þúsund pund á viku en hann mun hækka verulega í launum. Hann mun fá um 200 þúsund pund á viku og framlengist samningurinn um tvö ár.

Hann fær þá aukalega bónusa fyrir spilaða leiki og fyrir þá leiki sem liðið heldur hreinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner