Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   lau 07. september 2019 16:30
Brynjar Ingi Erluson
Watford íhugar að reka Javi Gracia
Enska úrvalsdeildarfélagið Watford íhugar nú að reka spænska knattspyrnustjórann Javi Gracia en fjölmargir miðlar á Englandi greina frá þessu.

Watford hefur byrjað leiktíðina skelfilega en liðið er í botnsætinu eftir fjóra leiki með þrjú töp og eitt jafntefli.

Liðið hefur þá aðeins skorað tvö mörk og fengið á sig átta en félagið er nú byrjað að horfa í kringum sig og gæti Gracia fengið sparkið á næstu dögum.

Samkvæmt ensku miðlunum þá mun Quique Sanchez Flores taka við liðinu en hann stýrði Watford frá 2015-2016.

Hann var síðast að þjálfa Shanghai Shenhua í Kína en yfirgaf félagið í júlí og er því laus allra mála.
Athugasemdir
banner