Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 07. september 2021 16:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FIFA gæti sett leikmenn í úrvalsdeildinni í bann
Þessir þrír fá kannski ekki að spila um helgina.
Þessir þrír fá kannski ekki að spila um helgina.
Mynd: EPA
Það voru sex félög í ensku úrvalsdeildinni sem meinuðu leikmönnum sínum að spila með brasilíska landsliðinu í þessum landsliðsglugga.

FIFA gæti bannað þessum leikmönnum að spila næstu fimm daga eftir að glugganum lýkur. Verði leikmennirnir dæmdir í bann missa þeir af leikjum sinna félagsliða um helgina.

Níu leikmenn voru valdir í brasilíska landsliðið fyrir þá þrjá leiki sem Brasilía átti í þessum glugga. Það voru þeir Alisson, Fabinho og Roberto Firmino hjá Liverpool, Ederson og Gabriel Jesus hjá Manchester City, Thiago Silva hjá Chelsea, Fred hjá Manchester United, Raphinha hjá Leeds og Richarlison hjá Everton.

Leikmönnunum var ekki hleypt í landsliðsverkefnið og bíða félögin eftir svörum hvort leikmennirnir mega spila með félagsliði sínu um helgina eða ekki. Svör ættu að berast á næsta sólarhring.

Leikmönnunum var ekki hleypt í verkefnið þar sem þeir þyrftu að fara í tíu daga sóttkví eftir komu til baka til Englands.

Sjá einnig:
Reiði hjá Tottenham vegna Lo Celso og Romero
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner