Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 06. september 2021 15:13
Elvar Geir Magnússon
Reiði hjá Tottenham vegna Lo Celso og Romero
Mikil ringulreið í Sao Paulo.
Mikil ringulreið í Sao Paulo.
Mynd: Getty Images
Cristian Romero.
Cristian Romero.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn Tottenham eru reiðir út í Giovani Lo Celso og Cristian Romero, leikmenn liðsins, sem fóru gegn óskum félagsins og héldu til Brasilíu til að spila með argentínska landsliðinu gegn heimamönnum.

Leik var hætt eftir nokkrar mínútur í Sao Paulo þegar brasilískir heilbrigðisstarfsmenn mættu út á völlinn. Lo Celso, Romero og tveir aðrir leikmenn argentínska liðsins eru sakaðir um að hafa brotið brasilískar sóttvarnarreglur með komunni til landsins.

Samkvæmt brasilískum reglum þá þurfa þeir sem hafa verið á Bretlandseyjum að fara í sóttkví við komu.

Guardian segir að Tottenham hafi ekki gefið Lo Celso og Romero leyfi til að fara í verkefnið með Argentínu. Samkvæmt reglum þurfa þeir að fara í tíu daga sóttkví á hóteli við komuna aftur til Bretlands þar sem Brasilía er á rauðum lista.

Aston Villa gerði samkomulag við sína leikmenn, Emiliano Martínez og Emiliano Buendía, um að þeir myndu spila fyrir Argentínu gegn Brasilíu og í leiknum gegn Venesúela í síðustu viku. En þeir myndu missa af leiknum gegn Bólivíu sem er á föstudag. Þar af leiðandi myndu þeir því bara missa af útileik Villa gegn Chelsea á laugardaginn.

Tottenham gerði ekki slíkt samkomulag við Lo Celso og Romero og líklegt þeir fái refsingu frá félaginu. Davinson Sanchez á von á svipaðri refsingu eftri að hafa ákveðið að spila fyrir Kólumbíu gegn Bólivíu og Paragvæ síðustu fjóra daga.

En til að forðast það að vera lokaðir inni á hóteli í tíu daga og geta þar af leiðandi ekki hreyft sig og æft ætluðu leikmennirnir fimm að eyða tímanum í Króatíu sem er á grænum lista hjá Bretlandi.

Guardian segir að Martínez og Buendía fari til Króatíu í dag og komi svo til móts við hóp Aston Villa að nýju í næstu viku. Hvað Tottenham mun gera varðandi Lo Celso, Romero og Sanchez er óvíst. Þeir munu að minnsta kosti missa af leiknum gegn Crystal Palace á laugardaginn.

FIFA sendi frá sér yfirlýsingu í dag þar sem sambandið sagðist harma það að leikur Brasilíu og Argentínu hafi verið stöðvaður. Nú verði farið yfir skýrslur dómara og eftirlitsmanna áður en ákveðið verði hvað verður um leikinn.
Athugasemdir
banner