Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   þri 07. september 2021 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Léku sama leik og Foden og Greenwood á Íslandi
Xavi Simons, ungur leikmaður PSG í Frakklandi.
Xavi Simons, ungur leikmaður PSG í Frakklandi.
Mynd: Getty Images
Fimm leikmenn hollenska U19 landsliðshópsins hafa verið reknir heim úr verkefni liðsins.

Ar'jany Martha, Naci Ünüvar og Rio Hillen, leikmenn Ajax, ásamt Mimeirhel Benita, leikmanni Feyenoord, og Xavi Simons, leikmanni Paris Saint-Germain, voru reknir úr hópnum að sögn De Telegraaf.

Ástæðan er sögð vera sú að Benita og Martha fengu stelpu upp á hótelherbergi sitt og brutu þar með sóttvarnarbúbblu landsliðsins.

Hinir þrír leikmennirnir heyrðu háværa tónlist og fóru að kanna aðstæður. Með því að gera það brutu þeir einnig sóttvarnarbúbbluna.

Mason Greenwood og Phil Foden, leikmenn Englands, gerðu svipaða hluti á Íslandi í fyrra og voru afleiðingarnar þær sömu.
Athugasemdir
banner
banner