PSG leiðir kapphlaupið um Salah - Tuchel á blaði Man Utd - Newcastle líklegt til að reyna aftur við Guehi
banner
   lau 07. september 2024 18:40
Sölvi Haraldsson
Rúta með leikmönnum ÍBV lenti í árekstri
Eyjakonur fyrr í sumar.
Eyjakonur fyrr í sumar.
Mynd: Raggi Óla

Rútan sem átti að ferja leikmenn meistaraflokk kvenna í knattspyrnu og handbolta lenti í árekstri í dag. Þetta kemur fram í Facebook færslu ÍBV þar sem er einnig tekið fram að engin slasaðist en þó eru einhverjar aumar eftir áreksturinn.


ÍBV átti leik við HK í knattspyrnu í dag sem fór 5-0 HK í vil. Um er að ræða leik í lokaumferð Lengjudeildar kvenna. ÍBV hafnaði í 6. sæti deildarinnar eftir að hafa fallið úr Bestu deildinni í fyrra.

Handboltaliðið átti leik á höfuðborgarsvæðinu einnig en þær mættu Gróttu á Seltjarnarnesinu. Eyjakonur unnu þann leik 23-21.

Tilkynning ÍBV:

„Til upplýsinga!

Meistaraflokkar kvenna í handbolta og fótbolta voru að ferðast saman í rútu í dag þar sem bæði lið áttu útileiki.

Þær lentu í árekstri á leiðinni heim, en sem betur fer sluppu allar vel, einhverjir aumar en annars allar óslasaðar


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner