Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 07. október 2019 09:32
Magnús Már Einarsson
Óli Kristjáns sagður hafa hafnað Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Danska blaðið Ekstra Bladet segir frá því í dag að Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, hafi hafnað tilboði um að taka við Esbjerg í dönsku úrvalsdeildinni.

John Lammers var rekinn frá Esbjerg á dögunum og félagið bauð Ólafi samning. Hann hafnaði hins vegar samkvæmt frétt Ekstra Bladet.

Samkvæmt frétt blaðsins vildi Ólafur stýra leikmannakaupum liðsins og hvaða menn yrðu í þjálfarateyminu en Esbjerg var ekki með alveg sömu hugmyndir. Því hafnaði hann tilboðinu.

Esbjerg er í dag í þrettánda sæti af fjórtán liðum í dönsku úrvalsdeildinni.

Ólafur hefur stýrt FH undanfarin tvö ár en hann var áður þjálfari hjá bæði Nordsjælland og Randers í dönsku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner