Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 07. október 2022 10:05
Elvar Geir Magnússon
Galatasaray vill kaupa Ronaldo í janúar
Powerade
Ronaldo til Tyrklands?
Ronaldo til Tyrklands?
Mynd: EPA
Mehdi Taremi er orðaður við Arsenal.
Mehdi Taremi er orðaður við Arsenal.
Mynd: EPA
Haaland á fyrir salti í grautinn.
Haaland á fyrir salti í grautinn.
Mynd: EPA
Ronaldo, Kante, Taremi, Silva, Calhanoglu, Haaland, Bellingham og fleiri í föstudagsslúðrinu. Það er Powerade sem færir þér allt helsta slúðrið í boltanum.

Galatasaray vill kaupa portúgalska framherjann Cristiano Ronaldo (37) frá Manchester United í janúarglugganum. (Fotomac)

Oliver Kahn, framkvæmdastjóri Bayern München, segir að þýska stórliðið hafi velt því fyrir sér að gera tilboð í Ronaldo í sumar. (Bild)

Úlfarnir munu funda með Jule Lopetegui um helgina en hann var rekinn frá Sevilla. (Sky Sports)

Franski miðjumaðurinn N'Golo Kante (31) trúir því að Chelsea vilji ekki bjóða honum framlengingu á samningi sínum. Núgildandni samningur rennur út næsta sumar. (Footmercato)

Arsenal hefur áhuga á íranska framherjanum Mehdi Taremi (30) hjá Porto. (A Bola)

Real Madrid hefur áhuga á portúgalska varnarmanninum Antonio Silva (18) hjá Benfica. (Calciomercato)

Inter vonast til að Hakan Calhanoglu (28) skrifi undir nýjan samning en félagið hefur fælt frá áhuga á tyrkneska miðjumanninum, meðal annars frá Everton. (Teamtalk)

Bandaríski milljarðamæringurinn Bill Foley, eigandi íshokkífélagsins Vegas Golden Knights, er með munnlegt samkomulag um kaup á Bournemouth. (Athletic)

Norski sóknarmaðurinn Erling Haaland (22) er með 865 þúsund pund í vikulaun hjá Manchester City. (Mail)

Leeds United hefur áhuga á svissneska framherjanum Noah Okafor (22) sem spilar fyrir Red Bull Salzburg. En fær samkeppni frá AC Milan. (Calciomercato)

Sheffield United, topplið Championship-deildarinnar, hefur áhuga á skoska sóknarmanninum Bobby Wales (17) hjá Kilmarnock. (Football Insider)

Varaforseti Barcelona segir að launakostnaður félagsins verði ekki viðráðanlegur fyrr en þegar samningum leikmanna á borð við Gerard Pique (35), Jordi Alba (33) og Sergio Busquets (34) ljúki. (Mail)

Barcelona hefur verið orðað við spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (23) en svo virðist vera sem hann sé nálægt því að gera nýjan samning við Real Sociedad. (Mundo Deportivo)

Rio Ferdinand segir að Manchester United eigi að leggja allt kapp á að kaupa Jude Bellingham (19), miðjumann Borussia Dortmund. United þurfti þá að skáka Real Madrid og Liverpool. (Mirror)

Brendan Rodgers segist hafa hafnað tveimur tilboðum frá öðrum félögum og haldið hollustu við Leicester. (Leicester Mercury)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner