Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   mán 07. október 2024 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Quansah skrifar undir nýjan samning

Jarrell Quansah hefur samþykkt að skrifa undir fimm ára samning við Liverpool.


Þessi 21 árs gamli miðvörður er uppalinn hjá Liverpool en hann nældi sér í góða reynslu þegar hann fór á lán til Bristol City í C-deildina í janúar 2023.

Hann spilaði 33 leiki með Liverpool í öllum keppnum á síðustu leiktíð. Hann var í byrjunarliðinu í fyrsta leik gegn Ipswich á þessu tímabili en var tekinn útaf í hálfleik og hefur setið á bekknum síðan en hann spilaði einnig gegn West Ham í deildabikarnum.

„Ég gæti ekki verið ánægðari. Þjálfarastíll nýja stjórans hafði mikið að segja og ég tel þetta besta félag í heimi til að bæta mig og verða betri leikmaður," sagði Quansah.

„Leikmennirnir í kringum mig eru þeir bestu í heimi í þessari stöðu og ég legg hart að mér að hlusta á þá. Það er sennilega ekki betri staður til að vera á."


Athugasemdir
banner
banner