Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   fim 07. nóvember 2024 17:13
Kári Snorrason
„Ætlum okkur að spila áfram í febrúar á næsta ári"
Karl fagnar með ,,Cold Palmer
Karl fagnar með ,,Cold Palmer" fagninu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur vann sinn annan leik í Sambandsdeildinni fyrr í dag er liðið sigraði Borac Banja Luka frá Bosníu á Kópavogsvelli. Leikar enduðu 2-0 fyrir Víkingum. Karl Friðleifur lagði upp fyrra mark Víkinga og skoraði seinna, Karl mætti í viðtal eftir leik.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 0 -  3 Breiðablik

„Það er mjög sætt að vinna í Evrópu, þetta er öðruvísi skepna. Ég er gríðarlega sáttur."

Víkingar svöruðu fyrir tapið gegn Breiðablik í úrslitaleik Bestu-deildarinnar.

„Það var gríðarlega sárt, við ætluðum að sýna okkur og sanna að við gætum þetta, sem og við gerðum."

Víkingar eru komnir með sex stig í Sambandsdeildinni.

„Ég met möguleikana gríðarlega mikla. Ég á eftir að sjá stöðuna í töflunni. Við hlökkum til að fara til Armeníu. Við ætluðum ekki að vera með í þessari keppni við ætlum okkur að komast í umspilið og spila áfram í febrúar á næsta ári."

Bjuggust Víkingar við að hafa verið með sex stig eftir þrjá leiki?

„Já og nei. Þegar við skoðuðum þessi lið vissum við að við gætum strítt þeim. En sex stig eftir þrjár umferðir, ég veit það ekki. "

Karl skoraði gott mark og fagnaði með „Cold Palmer" fagninu.

„Þetta var langt innkast og ég held að Ingvar hafi sagt mér að fara á fjær. Ég heyrði eitthvað í Ingvari kalla hlauptu inn í teig og ég hlýddi honum og skoraði. Mér finnst fagnið skemmtilegt. Palmerinn er flottur, ég horfi mikið á hann."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner