Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 07. desember 2019 14:17
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið dagsins: Klopp gerir sjö breytingar
Mynd: Getty Images
Eric Dier var tekinn útaf í fyrri hálfleik er Tottenham lenti 0-2 undir gegn Olympiakos í Meistaradeildinni. Taktísk breyting. Hann fær annað tækifæri í dag.
Eric Dier var tekinn útaf í fyrri hálfleik er Tottenham lenti 0-2 undir gegn Olympiakos í Meistaradeildinni. Taktísk breyting. Hann fær annað tækifæri í dag.
Mynd: Getty Images
Þrír úrvalsdeildarleikir hefjast klukkan 15:00 í dag og á topplið Liverpool útileik gegn Bournemouth.

Jürgen Klopp gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu eftir 5-2 sigur gegn Everton í vikunni. Dejan Lovren, Virgil van Dijk, Andy Robertson og James Milner eru einu leikmennirnir sem halda sætum sínum í liðinu.

Sadio Mane var maður leiksins gegn Everton og fer á bekkinn. Divock Origi skoraði tvennu og gerði Xherdan Shaqiri eitt en báðir eru þeir komnir á bekkinn.

Í þeirra stað koma Mohamed Salah, Roberto Firmino og Alex Oxlade-Chamberlain inn og mynda öfluga sóknarlínu saman.

Liverpool er með átta stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 15 umferðir. Sigur hér mun auka forystuna upp í ellefu stig, en Leicester á leik til góða gegn Aston Villa á morgun.

Bournemouth er búið að tapa fjórum deildarleikjum í röð og gerir Eddie Howe tvær breytingar á liðinu sem tapaði fyrir 10 leikmönnum Crystal Palace í vikunni. Hann breytir hægri vængnum þar sem Adam Smith og Ryan Fraser koma inn fyrir Simon Francis og Harry Wilson.

Bournemouth: Ramsdale, Francis, Mepham, Ake, Rico, Danjuma, Lerma, Billing, Fraser, C. Wilson, Solanke
Varamenn: Boruc, Stacey, Simpson, Surman, Gosling, L. Cook, Ibe

Liverpool: Alisson, Gomez, Lovren, Van Dijk, Robertson, Milner, Henderson, Keita, Oxlade-Chamberlain, Firmino, Salah
Varamenn: Adrian, Alexander-Arnold, Jones, Elliott, Origi, Shaqiri, Mane



Jose Mourinho gerir þá aðeins eina breytingu á liðinu sem tapaði gegn Manchester United í miðri viku. Eric Dier kemur inn á miðjuna fyrir Harry Winks.

Jóhann Berg Guðmundsson er ekki með Burnley vegna meiðsla. Liðið er búið að tapa tveimur í röð og eru gerðar þrjár breytingar eftir tapið gegn Manchester City í vikunni.

Tottenham: Gazzaniga, Aurier, D. Sanchez, Alderweireld, Vertonghen, Dier, Sissoko, Son, Alli, Lucas, Kane
Varamenn. Whiteman, Skipp, Rose, Sessegnon, Parrott, Eriksen, Lo Celso

Burnley: Pope, Lowton, Tarkowski, Mee, Pieters, Brady, Cork, Hendrick, McNeil, Rodriguez, Wood
Varamenn: Hart, Gibson, Drinkwater, Lennon, Vydra, Glennon, Goodridge,



Watford: Foster, Femenia, Kabasele, Cathcart, Masina, Doucoure, Capoue, Sarr, Deulofeu, Pereyra, Deeney
Varamenn: Gomes, Mariappa, Chalobah, Gray, Hughes, Success, Foulquier

Crystal Palace: Guaita, Kelly, Tomkins, Cahill, Schlupp, Kouyate, Milivojevic, McArthur, Townsend, Zaha, Ayew
Varamenn: Hennessey, Dann, McCarthy, Riedewald, Camarasa, Wickham, Benteke
Athugasemdir
banner
banner
banner