Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. desember 2021 12:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Haraldur um síðasta tímabil: Liðið var algjörlega geggjað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haraldur Einar Ásgrímsson var til viðtals hjá Fótbolta.net í gær þar sem hann ræddi aðallega vistaskiptin sín frá Fram í FH.

Hann var í liði Fram sem fór taplaust í gegnum síðasta tímabil. Hann var að vonum ánægður með það.

„Þetta var geggjað. Alveg frá fyrsta leik, vorum komnir í 3-0 eftir sex mínútur og svo hélt þetta áfram. Liðið var algjörlega geggjað."

Haraldur er 21 árs gamall og leikur sem vinstri bakvörður. Honum fannst hann hafa bætt varnarleikinn sinn á síðasta tímabili.

„Mér fannst ég bæta varnarleikinn á síðasta tímabili og ég og Fred náðum mjög vel saman."

Haraldur lék 21 leik með Fram á síðustu leiktíð og skoraði eitt mark.
Haraldur Einar: Var ekki ánægður með samninginn sem ég var á
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner