Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. desember 2021 14:39
Elvar Geir Magnússon
KSÍ hamlar ekki þátttöku kvenna
Úttektarnefnd ÍSÍ.
Úttektarnefnd ÍSÍ.
Mynd: ÍSÍ
Úttektarnefnd ÍSÍ telur að ekki séu aðstæður hjá KSÍ sem hamli þátttöku kvenna. Þetta kemur fram í skýrslu sem opinberuð var í dag.

Konur eru þó í miklum minnihluta innan KSÍ sem starfar í alþjóða fótboltaheiminum sem er karllægur. Tekjur af fótbolta karla séu til að mynda mun meiri en af fótbolta kvenna.

Nefndin telur KSÍ hafa beitt sér með virkum hætti til að jafna hlut landsliða karla og kvenna. Hins vegar sé þátttaka kvenna á ýmsum vígstöðvum fótboltans hér á landi ekki í samræmi við fjölda iðkenda en stór skref stigin í rétta átt.

KSÍ er hvatt til þess að skoða kosti og galla kynjakvóta, meðal annars þegar kemur að ársþingi sambandsins.

Nefndina skipa Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur, Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari, sem jafnframt er formaður nefndarinnar og Rán Ingvarsdóttir, lögfræðingur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner