
Danilo Pereira mun ekki koma meira við sögu hjá portúgalska liðinu á HM. Þessi 31 árs gamli leikmaður PSG mun því snúa aftur til Parísar.
Danilo spilar bæði sem varnarsinnaður miðjumaður og sem miðvörður en hann var í miðverðinum í fyrsta leik Portúgals á HM gegn Gana.
Á æfingu eftir leikinn rifbeinsbrotnaði hann og samkvæmt heimildum Fabrizio Romano verður hann ekki leikfær það sem eftir lifir mótsins.
Portúgalska liðið hefur verið í meiðslavandræðum á mótinu en áður var staðfest að hinn tvítugi Nuno Mendes, sem leikur einnig með PSG hefur þurft að ljúka keppni vegna meiðsla.
Portúgal mætir Marokkó í 8 liða úrslitum á laugardaginn.
Athugasemdir