Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 07. desember 2023 15:10
Elvar Geir Magnússon
Barton segir að konur eigi ekki að fjalla um karlafótbolta
Joey Barton hefur starfað sem stjóri síðustu ár en hann var fyrr á árinu rekinn frá Bristol Rovers.
Joey Barton hefur starfað sem stjóri síðustu ár en hann var fyrr á árinu rekinn frá Bristol Rovers.
Mynd: Getty Images
Joey Barton, fyrrum leikmaður Manchester City og Newcastle, hefur skapað mikið umtal eftir að hafa sagt þá skoðun sína á samfélagsmiðlum að konur ættu ekki að starfa við umfjöllun um fótbolta karla í sjónvarpinu.

Barton lét gamminn geysa á X í gærkvöldi en þá voru fjölmargir leikir í ensku úrvalsdeildinni sýndir á Amazon Prime og margar konur að starfa á leikjunum sem íþróttafréttakonur og sérfræðingar.

„Konur ættu ekki að fá neitt vægi í umræðu um karlafótbolta. Ég get ekki tekið neitt alvarlega sem konur segja um leikinn," skrifaði Barton meðal annars.

„Tölum hreint út. Kvennafótbolti er allt öðruvísi íþrótt. Ef þú ert ekki sammála því þá munum við alltaf sjá hlutina á annan hátt. Þeir menn sem hlusta á konur sem sérfræðinga eða lýsendur ættu að láta athuga á sér höfuðið."

Barton sagði að konur ættu að einbeita sér að kvennafótbolta, það væri þeirra íþrótt og þar væri sér úrvalsdeild og líka Meistaradeild sem þær gætu fjallað um.

Skiljanlega hafa skrif Barton vakið mikil viðbrögð en hann ætlar að ræða þetta sjónarhorn sitt á ítarlegan hátt í kvöld í viðtali við sjónvarpsmanninn umdeilda Piers Morgan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner