Aston Villa reynir við Cunha - Barcelona getur ekki fengið Rashford - Duran til Sádi-Arabíu?
   lau 07. desember 2024 20:38
Elvar Geir Magnússon
Æfingaleikir: Leiknir vann ÍR og Þróttur rúllaði yfir Fylki
Lengjudeildin
Dagur Ingi Hammer er strax byrjaður að skora fyrir Leikni.
Dagur Ingi Hammer er strax byrjaður að skora fyrir Leikni.
Mynd: Leiknir
Lengjudeildarlið voru að mætast innbyrðis í æfingaleikjum í dag.

Breiðholtsliðin ÍR og Leiknir mættust í árlegum minningarleik og enduðu leikar 2-3 í Mjóddinni. Dagur Ingi Hammar, sem Leiknir fékk á dögunum frá Grindavík, var meðal markaskorara.

Þá rúllaði Þróttur yfir Fylki í Árbænum 6-1. Staðan í hálfleik var 2-0 en fimm mörk litu dagsins ljós eftir hálfleik. Fylkismenn féllu úr Bestu deildinni á síðasta tímabili.

ÍR 2 - 3 Leiknir
Mörk ÍR: Sigurður Orri Ingimarsson og Bergvin Fannar Helgason.
Mörk Leiknis: Arnór Daði Aðalsteinsson, Karan Gurung og Dagur Ingi Hammer.

Fylkir 1 - 6 Þróttur
Markaskorarar Þróttar: Aron Snær Ingason 2, Benóný Haraldsson 2, Liam Daði Jeffs, Brynjar Óli Axelsson.

Veistu úrslit úr æfingaleikjum?
Ef þú hefur upplýsingar um úrslit æfingaleikja og markaskorara endilega sendu okkur þá tölvupóst á [email protected] eða settu úrslitin á Twitter og merktu #fotboltinet
Athugasemdir
banner
banner