Danska stórveldið FCK er komið með annan fótinn í undanúrslit bikarsins eftir að liðið vann Ara Leifsson og félaga í Kolding, 3-1, í fyrri leik liðanna í dag.
Rúnar Alex Rúnarsson var ekki í leikmannahópi FCK en Ari byrjaði hjá Kolding og lék allan leikinn.
FCK komst í þriggja marka forystu í leiknum en Kolding náði í sárabótarmark á 79. mínútu. Síðari leikurinn fer fram á Parken þann 15. desember.
Jón Dagur Þorsteinsson spilaði fyrri hálfleikinn er Hertha Berlín tapaði fyrir Greuther Furth, 2-1, í þýsku B-deildinni. Hertha er í 10. sæti með 21 stig.
Cole Campbell lagði upp fyrra mark varaliðs Borussia Dortmund sem gerði 2-2 jafntefli við Wehen í þýsku C-deildinni. Dortmund er í 11. sæti með 22 stig.
Í Belgíu töpuðu lærisveinar Freys Alexanderssonar í Kortrijk fyrir Genk, 3-2. Patrik Sigurður Gunnarsson var ekki með Kortrijk í leiknum.
Liðið er í 14. sæti með 17 stig eftir sautján umferðir.
Jason Daði Svanþórsson var í byrjunarliði Grimsby Town sem vann Morecambe, 3-0, í ensku D-deildinni. Jason hefur verið að spila vel með Grimsby í undanförnum leikjum en liðið er í 5. sæti með 31 stig, aðeins sex stigum frá efsta sætinu.
Athugasemdir