Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   mið 08. febrúar 2023 10:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Busquets ánægður hjá Barcelona - Xavi reynir að sannfæra hann

Sergio Busquets hefur verið orðaður í burtu frá Barcelona en þessi 34 ára gamli miðjumaður var sagður ósáttur með hugmyndir Xavi.


Nú hefur gengið mjög vel hjá Barcelona og Xavi byrjað að spila með fjóra á miðjunni sem hefur hjálpað Busquets mikið og er hann talinn vilja vera áfram hjá félaginu.

Samningur Busquets við Barcelona rennur út í sumar en Xavi hefur reynt allt til að sannfæra leikmanninn um að framlengja um eitt ár í viðbót.

Hann vill hafa hann lengur þar sem hann hefur engan í liðinu til að taka við af honum og Xavi bíður eftir að félagið verði í nógu góðri stöðu til að geta keypt arftaka Busquets.


Athugasemdir
banner