mið 08. febrúar 2023 20:39
Ívan Guðjón Baldursson
Zaniolo kominn til Galatasaray (Staðfest)
Mynd: Getty Images

Ítalski sóknartengiliðurinn Nicoló Zaniolo er búinn að skrifa undir samning við tyrkneska stórveldið Galatasaray.


AS Roma staðfestir fregnirnar og er félagið gríðarlega sátt að vera laus við leikmanninn eftir hávær rifrildi síðustu vikur.

Bournemouth reyndi að kaupa Zaniolo, sem hafnaði að ganga til liðs við félagið þrátt fyrir að hafa beðið um söu frá Roma. Þetta fór illa í stjórnendur Roma sem eru sérstaklega ósáttir því félagið fékk ekki tækifæri til að kaupa leikmann í staðinn.

Zaniolo er 23 ára gamall og gerir fjögurra og hálfs árs samning við Galatasaray en í samningnum er söluákvæði sem hljóðar uppá 35 milljónir evra.

Galatasaray borgar 16,5 milljónir en sú upphæð getur farið upp í 30 milljónir með árangurstengdum aukagreiðslum. Verði Zaniolo seldur fær Roma 20% af ágóða sölunnar.

Galatasaray hefur ekki staðfest komu Zaniolo, en það hefur Roma gert. Zaniolo, sem gekk í raðir Roma sumarið 2018, getur ekki búist við neinskonar kveðju frá félaginu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner