mán 08. mars 2021 15:28
Elvar Geir Magnússon
Pirlo telur að framtíð sín velti ekki á leiknum á morgun
Andrea Pirlo, stjóri Juventus.
Andrea Pirlo, stjóri Juventus.
Mynd: Getty Images
Juventus tekur á móti Porto annað kvöld í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Porto leiðir í einvíginu eftir 2-1 sigur í Portúgal.

Juventus hefur rekið Massimiliano Allegri og Maurizio Sarri eftir að liðið féll frekar snemma úr leik í Meistaradeildinni. Óttast Andrea Pirlo að framtíð hans ráðist á leiknum á morgun?

„Ég væri ekki hér ef ég teldi svo vera. Ég veit að þetta er mikilvægur leikur og ég einbeiti mér að einum leik í einu. Félagið ákveður mína framtíð og það byggist á úrslitum," segir Pirlo.

„Ég tek einn dag í einu, ég veit hvert mitt hlutverk er og hvað er markmið félagsins. Leikurinn á morgun er eins og úrslitaleikur og við þurfum að snúa dæminu við. Við höfum skoðað fyrri leikinn oft, við gerðum mistök og ætlum ekki að endurtaka þau á morgun."



Varnarmaðurinn ungi Matthijs de Ligt æfði í morgun en verður ekki með í leiknum á morgun. Giorgio Chiellini er klár í slaginn og getur spilað.
Athugasemdir
banner
banner
banner