Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 08. mars 2021 14:30
Magnús Már Einarsson
Samvinna Kane og Son slær met
Harry Kane og Son Heung-Min hafa slegið 25 ára met með samvinnu sinni á þessu tímabili.

14 mörk Tottenham hafa komið eftir að Son hefur átt stoðsendingu á Kane eða öfugt.

Fjórða mark Tottenham í 4-1 sigri á Crystal Palace í gær kom eftir að Son sendi á Kane.

Um leið slógu þeir met sem framherjarnir Alan Shearer og Chris Sutton settu með Blackburn tímabilið 1994-1995 en þá áttu þeir saman þátt í þrettán mörkum.
Athugasemdir
banner