Man Utd á eftir Bellingham - West Ham og Sevilla vilja Zirkzee - Gordon til Liverpool?
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel leggur skóna á hilluna: Blóðið orðið svart og hvítt
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
   mán 08. apríl 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Tilfiningin er góð. Það er mjög jákvætt að byrja mótið á þremur stigum í kaflaskiptum leik en við gerðum bæði vel í fyrri hálfleik sóknarlega og svo virkilega vel varnarlega í seinni hálfleik þegar það lá svolítið á okkur svo það er margt í frammistöðunni sem er bara jákvætt." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Ef við bökkum aðeins þá er ég ósáttur með að fara bara 1-0 inn í hálfleikinn. Mér fannst fyrri hálfleikur kannski ekki flugeldasýning en við vorum með mikið control og fengum góðar stöður og góð færi. Ég hefði viljað fara með aðeins stærri forystu inn í hálfleikinn en úr því sem komið var þá kemur FH með mikinn kraft inn í seinni hálfleik og fer að beita þessum löngu boltum sem að þeir gerðu vel í að vinna og koma honum út á vængina og krossa að þá verð ég að hrósa varnarlínunni minni og markmanni fyrir hvernig þeir díluðu við krossana. Anton tók ég veit ekki hvað marga og Damir og Viktor skalla þetta í burtu." 

Breiðablik hefur úr mörgum kostum að velja fram á við á vellinum og er Halldór Árnason því með ágætis hausverk að velja frammlínu.

„Við erum með marga góða menn. Það er einhver hausverkur en það er auðvitað bara jákvætt. Í félagi eins og Breiðablik á að vera samkeppni um allar stöður og það líka gefur okkur svigrúm að aðeins rótera stöðunum, bæði eftir andstæðing og hafa menn ferska. Auðvitað eiga menn sína meiðslasögu. Benjamin er tilturlega nýkominn til okkar og Ísak er að koma sér af stað aftur núna þannig kannski smá hausverkur en það er bara jákvætt og það eru allir klárir í bæði samkeppnina og styðja félagana þannig engar áhyggur af því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner