Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   mán 08. apríl 2024 22:34
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Á að vera samkeppni um allar stöður
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson

Breiðablik tóku móti FH á Kópavogsvelli í kvöld þegar lokaleikur 1.umferðar Bestu deildar karla fór fram.

Það voru heimamenn í Breiðablik sem fóru með sigurorð af gestunum frá Hafnarfirði.


Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 FH

„Tilfiningin er góð. Það er mjög jákvætt að byrja mótið á þremur stigum í kaflaskiptum leik en við gerðum bæði vel í fyrri hálfleik sóknarlega og svo virkilega vel varnarlega í seinni hálfleik þegar það lá svolítið á okkur svo það er margt í frammistöðunni sem er bara jákvætt." Sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Ef við bökkum aðeins þá er ég ósáttur með að fara bara 1-0 inn í hálfleikinn. Mér fannst fyrri hálfleikur kannski ekki flugeldasýning en við vorum með mikið control og fengum góðar stöður og góð færi. Ég hefði viljað fara með aðeins stærri forystu inn í hálfleikinn en úr því sem komið var þá kemur FH með mikinn kraft inn í seinni hálfleik og fer að beita þessum löngu boltum sem að þeir gerðu vel í að vinna og koma honum út á vængina og krossa að þá verð ég að hrósa varnarlínunni minni og markmanni fyrir hvernig þeir díluðu við krossana. Anton tók ég veit ekki hvað marga og Damir og Viktor skalla þetta í burtu." 

Breiðablik hefur úr mörgum kostum að velja fram á við á vellinum og er Halldór Árnason því með ágætis hausverk að velja frammlínu.

„Við erum með marga góða menn. Það er einhver hausverkur en það er auðvitað bara jákvætt. Í félagi eins og Breiðablik á að vera samkeppni um allar stöður og það líka gefur okkur svigrúm að aðeins rótera stöðunum, bæði eftir andstæðing og hafa menn ferska. Auðvitað eiga menn sína meiðslasögu. Benjamin er tilturlega nýkominn til okkar og Ísak er að koma sér af stað aftur núna þannig kannski smá hausverkur en það er bara jákvætt og það eru allir klárir í bæði samkeppnina og styðja félagana þannig engar áhyggur af því." 

Nánar er rætt við Halldór Árnason í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir