Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 10:30
Elvar Geir Magnússon
Setti fyrirliðann á bekkinn fyrir Helga - „Ég hafði það ekki í mér í þetta skiptið“
Helgi var með mark og stoðsendingu í upphafsleik Bestu deildarinnar.
Helgi var með mark og stoðsendingu í upphafsleik Bestu deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helgi Guðjónsson sóknarmaður Íslands- og bikarmeistara Víkings var með stoðsendingu og mark þegar Víkingur vann 2-0 sigur gegn Stjörnunni í upphafsleik Bestu deildarinnar á laugardag.

Það vakti athygli að Helgi byrjaði leikinn en fyrirliðinn Nikolaj Hansen var geymdur á bekknum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

„Helgi er búinn að vera mjög 'loyal' við mig síðustu fjögur til fimm ár. Hefur alltaf átt frábært undirbúningstímabil, svo kemur fyrsti leikur og ég tek hann alltaf úr liðinu. Ég hafði það ekki í mér í þetta skiptið," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í viðtali eftir leikinn.

„Niko er fyrirliðinn okkar og er goðsögn hjá félaginu. Það var virkilega erfið ákvörðun. Helgi gerði vel og þetta verður hópverkefni í sumar. Ég er búinn að segja þeim öllum að það er enginn að fara að spila allar mínútur, enginn að fara að spila alla leiki. Það er bara ekki hægt."

„Það eru góðir menn á bekknum og við erum með sterka menn sem eru nálægt því að verða heilir," sagði Arnar.

Sjálfur fagnar Helgi því að hafa fengið traustið.

„Ánægjulegt. Það er bara að nýta sénsinn og reyna að halda áfram. Mér er búið að ganga vel í vetur og finnst ég vera í hörkustandi, þannig já aðeins nær og það er bara að halda áfram." sagði Helgi í viðtali eftir leikinn.

Arnar Gunnlaugs: Okkar Gabriel og Saliba á móti Haaland
Helgi Guðjóns: Þvílík negla maður!
Athugasemdir
banner
banner
banner