„Það er frábært að fara austur á land," sagði Guðni Eiríksson, þjálfari FH, en hans lið þarf að fara í lengsta ferðalagið í 16-liða úrslitum Mjólkurbikar kvenna.
FH dróst á móti Fjarðbyggð/Hetti/Leikni á útivelli og spilar í Fjarðabyggðarhöllinni í 16-liða úrslitunum.
FH dróst á móti Fjarðbyggð/Hetti/Leikni á útivelli og spilar í Fjarðabyggðarhöllinni í 16-liða úrslitunum.
„Það er skemmtileg umgjörð sem bæjarfélagið er með í kringum liðin sín. Við erum full tilhlökkunar að fá að kíkja aftur í heimsókn til þeirra," sagði Guðni en það er oft skemmtileg stemning í Fjarðabyggðarhöllinni.
„Ekki spurning. Þarna eru hörku sjómenn sem mæta á völlinn og láta leikmenn heyra það. Norðfirðingar troðfylla höllina og öskra. Þetta eru bara snillingar og setja skemmtilegan lit á það sem Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir er að gera."
FH þekkir Fjarðabyggð/Hött/Leikni ágætlega eftir að hafa mætt liðinu í fyrra í Lengjudeildinni. Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan þar sem Guðni ræðir meira um leikinn sem er framundan og um fyrsta stigið sem FH fékk í Bestu deildinni.
Athugasemdir

























