Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   þri 08. júní 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Osasuna gerir Budimir að þeim dýrasta (Staðfest)
Ante Budimir.
Ante Budimir.
Mynd: EPA
Spænska félagið Osasuna hefur sett félagsmet með því að kaupa króatíska sóknarmanninn Ante Budimir.

Budimir skoraði ellefu deildarmörk fyrir Osasuna á liðnu tímabili en liðið hafnaði um miðja deild í La Liga. Hann var þá á lánssamningi frá Real Mallorca.

Eftir frammistöðu hans ákvað Osasuna að nýta sér 8 milljóna evra riftunarákvæði á samningi hans. Hann hefur nú gert samning við Osasuna til 2025.

Budmir er 29 ára og hefur spilað sjö landsleiki fyrir Króatíu og skorað eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner