Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 08. júní 2021 19:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tilboð borist í Brynjar Inga erlendis frá
Icelandair
Brynjar Ingi Bjarnason.
Brynjar Ingi Bjarnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Ingi Bjarnason verður ekki mikið lengur leikmaður KA í Pepsi Max-deildinni. Það þykir nokkuð ljóst, því miður fyrir KA-menn.

Hann fékk tækifæri með A-landsliðinu og nýtti það frábærlega. Hann spilaði alla þrjá leiki liðsins í glugganum - gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi - og stóð sig vel. Hann skoraði sitt fyrsta landsliðsmark gegn Póllandi í dag.

Sjá einnig:
Brynjar Ingi vitnaði í Stubb þegar hann var spurður út í Lewandowski
Twitter - Þjóðin dýrkar Brynjar Inga

Akureyri.net greinir frá því að KA hafi borist að minnsta kosti tvö tilboð erlendis frá í miðvörðinn öfluga. Að sögn miðilsins eru tilboðin frá Ítalíu og Rússlandi.

Brynjar Ingi, sem verður 22 á árinu, hefur verið stórgóður með KA í Pepsi Max-deildinni í sumar.

Það segir einnig í greininni: „Akureyri.net veit að lið á Norðurlöndunum hafa spurst fyrir um Brynjar Inga en tilboð hafa ekki borist þaðan eftir því sem næst verður komist. Næsta víst er tilboðin verða fleiri en þau tvö sem nefnd voru í upphafi og hætt við því að verðmiðinn hafi hækkað í dag, þar sem Brynjar Ingi var hreint frábær gegn Pólverjum og gerði þar að auki mark sem hvaða framherji hefði verið stoltur af."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner