De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fim 08. júní 2023 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hver leikmaður fær að minnsta kosti 4,2 milljónir króna
watermark Íslenska landsliðið var grátlega nálægt því að komast á HM.
Íslenska landsliðið var grátlega nálægt því að komast á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
FIFA hefur greint frá því að leikmenn sem taka þátt á HM kvenna í næsta mánuði muni í fyrsta sinn fá greiðslur beint frá sambandinu fyrir þátttöku sína.

Leikmenn úr sigurliðinu munu til að mynda hver fá 270 þúsund dollara í sinn vasa.

Fyrir að falla úr leik í riðlakeppninni þá munu leikmenn fá 30 þúsund dollara hver, en það eru tæplega 4,2 milljónir íslenskra króna.

Hjá mörgum leikmönnum sem taka þátt á mótinu eru þær að fá stærri upphæðir greiddar á mótinu en þær fá í árslaun hjá félögum sínum. Í rannsókn breska ríkisútvarpsins í fyrra kom það í ljós að leikmenn í ensku úrvalsdeildinni, sem er ein sterkasta deild í heimi, væru að fá 47 þúsund pund í árslaun að meðaltali.

Leikmannasamtökin, FIFPro, hafa fagnað þessu átaki hjá Alþjóðaknattspyrnusambandinu.

Framundan er stærsta heimsmeistaramót sögunnar í kvennaboltanum en FIFA hefur aldrei lagt eins mikinn pening í slíkt mót. Hvert knattspyrnusamband sem tekur þátt fær 1,56 milljónir dollara (rúmar 217 milljónir króna) í sinn hlut fyrir að vera með í riðlakeppninni og stækkar sú upphæð svo eftir því hversu langt liðið kemst.

Ísland verður því ekki með á HM í sumar en liðið var grátlega nálægt því að komast á mótið. Stelpurnar töpuðu fyrst naumlega gegn Hollandi í leik þar sem þeim dugði jafntefli og svo töpuðu þær í framlenginu gegn Portúgal í umspili.


Athugasemdir
banner
banner
banner