Franski sóknarmaðurinn Moussa Dembele er samningslaus eftir fimm ár með Lyon i heimalandinu.
Dembele, sem verður 27 ára í sumar, skoraði í heildina 70 mörk í 172 leikjum með Lyon. Hann var markahæsti leikmaður félagsins þrjú tímabil af fimm, en á nýliðinni leiktíð skoraði hann aðeins 3 mörk í 28 leikjum.
Áður en hann gekk í raðir Lyon raðaði Dembele inn mörkunum með Celtic og U21 landsliði Frakka. Honum tókst aldrei að taka stökkið upp í A-landsliðið þrátt fyrir félagsskiptin til Lyon.
Það eru mörg félög sem hafa áhuga á þessum öfluga sóknarmanni og er talið líklegast að hann endi í ensku úrvalsdeildinni, þar sem Aston Villa, Crystal Palace og Everton eru sögð vera meðal áhugasamra félaga.
Athugasemdir