Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 08. júlí 2021 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Var farinn að hugsa um skemmtiferð til Íslands
Úr leiknum í gær.
Úr leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Þjálfari Dinamo Zagreb segist hafa verið farinn að plana skemmtiferð til Íslands í huga sínum, en núna sé staðan önnur.

Dinamo mætti Íslandsmeisturum Vals í forkeppni Meistaradeildarinnar í gær og gat Dinamo komist í 4-0 í seinni hálfleik. Hannes Þór Halldórsson varði hins vegar vítaspyrnu og Valur skoraði tvö mörk. Leikurinn endaði 3-2 og miði er möguleiki fyrir Valsmenn.

„Við breyttum ferðinni til Íslands nánast í skemmtiferð. En við misstum einbeitinguna og fengum tvö skrautleg mörk á okkur. Núna þurfum við að taka seinni leikinn alvarlega. Það var augljóst að það var mikill gæðamunur á liðunum, en við þurfum að vinna fyrir þessu," sagði Damir Krznar, þjálfari Dinamo, eftir sigurinn.

Það eru öðruvísi aðstæður á Íslandi en í Króatíu. Það er mikið kaldara og það er spilað á gervigrasi á Hlíðarenda.

„Við erum að fara til Reykjavík til að vinna, til að sýna við erum betra lið," segir Krznar en seinni leikurinn fer fram í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner