Keflavík og Víkingar gerðu 3-3 jafntefli á HS Orkuvellinum i Keflavík fyrr í dag í uppgjöri botn og toppliðs Bestu deildar karla fyrr í dag. Tilfinning fréttaritara eftir leik var sú að Keflvíkingar væru svekktari með niðurstöðuna enda með forystu fram í uppbótartíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var til viðtals að leik loknum.
Lestu um leikinn: Keflavík 3 - 3 Víkingur R.
„Við vorum með 3-2 og sleppum einir í gegn en klúðrum því. Hefðum getað komist í 4-2. Dagur Ingi sleppur líkaí gegn í byrjun leiks en skallar framhjá. Við fengum fullt af frábærum færum í dag og spiluðum okkar besta leik í sumar.“ Sagði Siggi Raggi um frammistöðu síns liðs í dag.
Siggi Raggi var ekki tæmdur í hrósi til síns liðs í kvöld og bætti við.
„Mér fannst mikill og góður andi í okkar liði. Skipulagið var gott og hélt vel og vorum við að skapa fullt af færum. Við vörðumst svo á sama tíma vel og baráttan var góð í liðinu og við spiluðum þetta skynsamlega.“
Keflvíkingar sitja sem stendur á botni Bestu deildarinnar og hafa þegar sent Marley Blair og Jordan Smylie til sins heima eftir að leikmennirnir hafa valdið vonbrigðum það sem af er sumri. Er eitthvað fast í hendi í leikmannamálum Keflavíkur nú þegar styttist í opnun gluggans?
„Já en við ætlum ekki að tilkynna um neitt strax. Þar er ekki búið að skrifa undir eða komið neitt formlegt samkomulag. En við fáum allavega einn leikmann sem er hérna innanlands að láni og erum að horfa í kringum okkur í leit að fleirum,“
Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir























