Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
   lau 08. júlí 2023 20:50
Sverrir Örn Einarsson
Siggi Raggi: Fengum fullt af frábærum færum í dag
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Sigurður Ragnar Eyjólfsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík og Víkingar gerðu 3-3 jafntefli á HS Orkuvellinum i Keflavík fyrr í dag í uppgjöri botn og toppliðs Bestu deildar karla fyrr í dag. Tilfinning fréttaritara eftir leik var sú að Keflvíkingar væru svekktari með niðurstöðuna enda með forystu fram í uppbótartíma. Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari Keflavíkur var til viðtals að leik loknum.

Lestu um leikinn: Keflavík 3 -  3 Víkingur R.

„Við vorum með 3-2 og sleppum einir í gegn en klúðrum því. Hefðum getað komist í 4-2. Dagur Ingi sleppur líkaí gegn í byrjun leiks en skallar framhjá. Við fengum fullt af frábærum færum í dag og spiluðum okkar besta leik í sumar.“ Sagði Siggi Raggi um frammistöðu síns liðs í dag.

Siggi Raggi var ekki tæmdur í hrósi til síns liðs í kvöld og bætti við.

„Mér fannst mikill og góður andi í okkar liði. Skipulagið var gott og hélt vel og vorum við að skapa fullt af færum. Við vörðumst svo á sama tíma vel og baráttan var góð í liðinu og við spiluðum þetta skynsamlega.“

Keflvíkingar sitja sem stendur á botni Bestu deildarinnar og hafa þegar sent Marley Blair og Jordan Smylie til sins heima eftir að leikmennirnir hafa valdið vonbrigðum það sem af er sumri. Er eitthvað fast í hendi í leikmannamálum Keflavíkur nú þegar styttist í opnun gluggans?

„Já en við ætlum ekki að tilkynna um neitt strax. Þar er ekki búið að skrifa undir eða komið neitt formlegt samkomulag. En við fáum allavega einn leikmann sem er hérna innanlands að láni og erum að horfa í kringum okkur í leit að fleirum,“

Sagði Siggi Raggi en allt viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner