Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   mán 08. ágúst 2022 10:06
Elvar Geir Magnússon
Diop í læknisskoðun hjá Fulham
Fulham er að kaupa miðvörðinn Issa Diop frá West Ham. Félögin eru búin að ná samkomulagi um kaupverð.

Diop er á leið í læknisskoðun og á að efla varnarleik nýliða Fulham sem hófu nýtt tímabil með 2-2 jafntefli gegn Liverpool.

Þessi 25 ára hávaxni franski varnarmaður hefur verið í herbúðum West Ham síðan 2018, þegar hann kom frá Toulouse.





Athugasemdir
banner
banner