Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 19:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Átakanlegt að horfa á Stjörnuna spila fótbolta"
Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar.
Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Jökull Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er átakanlegt að horfa á Stjörnuna spila fótbolta," sagði Magnús Haukur Harðarson þegar rætt var um Stjörnuna í Innkastinu núna á dögunum.

Stjarnan gerði 1-1 jafntefli gegn Fram í síðasta leik sínum í Bestu deildinni en liðið er í fimmta sæti með 25 stig eftir 17 leiki.

Það hefur oft verið rætt um það í Innkastinu í sumar að erfitt sé að ráða í það hvað Stjarnan stendur fyrir og hvernig fótbolta liðið vill spila.

„Uppspil Stjörnumanna... ég tók svo vel eftir því í þessum leik. Þegar Árni (Snær, markvörður Stjörnunnar) er með boltann og stígur á hann, þá rauk Samúel Kári úr miðverðinum af stað upp völlinn bara til að búa til svæði fyrir Árna að negla boltanum fram. Þetta gerðist bara aftur og aftur. Ég hélt að þetta væri grín. Á hvað var maður að horfa? Langur bolti eftir langan bolta," sagði Magnús Haukur.

„Þetta eru alltaf langir boltar fram, Árni er í yfirvinnu við að negla boltanum fram. Það er verið að búa til svæði fyrir markvörðinn að negla fram."

„Það er mikið áhyggjuefni... segjum að markvörðurinn meiðist á morgun, þá þarftu að endurskipuleggja hvernig þú spilar fótbolta. Hann er leikstjórnandinn í liðinu," sagði Valur Gunnarsson og bætti við að það væri leiðinlegt og óeffektívt hvernig Stjarnan væri að spila fótbolta.
Innkastið - Þjálfarar að gera dýrkeypt mistök
Athugasemdir
banner
banner