„Við gerðum ekki nóg til að vinna.“ Voru fyrstu orð Jökuls Elísabetarsonar þjálfara Stjörnunar eftir 1-1 jafntefli liðsins við Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í fyrr í kvöld inntur eftir viðbrögðum sínum. Jökull hélt áfram.
Lestu um leikinn: Fram 1 - 1 Stjarnan
„Fyrri hálfleikur var ævintýralega slakur hjá okkur. Við löguðum marg fyrir seinni hálfleikinn og fundum meira anda í liðinu og mér fannst við öflugir í lokin og vorum að sækja leikinn og ég hélt að við værum að fara að taka hann.“
Nokkur stór atriði er snúa að dómgæslunni komu upp í leiknum og gerði Stjarnan sterkt tilkall til vítaspyrnu í síðari háfleiknum til dæmis er Kyle McLagan virtist brjóta á Andra Rúnari Bjarnasyni. Jökull var spurður um sitt álit.
„Ég gat ekki séð en að þetta væru tvö púra víti og á erfitt með að sjá annað á myndbandi líka. Ég er ekki búinn að sjá sjónvarpsupptöku en þetta er ekki gott.“
Steven Caulker lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld og lék allan leikinn. Var Jökull ánægður með hann í dag?
„Já mjög, þetta er auðvitað fyrsti leikurinn hans og fyrsti leikurinn hans í svolítið langan tíma. Hann kom með margt og mér fannst hann öflugur.“
Nú styttist óðum í gluggalok en félagaskiptagluginn lokar þann 13.ágúst næstkomandi. Er von á einhverjum hreyfingum hjá Stjörnunni?
„Ég veit það ekki, það gæti alveg gerst. Ekkert ósennilegt að það komi einn leikmaður og kannski tveir en ekkert í hendi.“
Athugasemdir