Liverpool og City fylgjast með Diomande - Disasi á förum - Panichelli til Englands - Newcastle gæti fengið einn ódýrt
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
   mið 06. ágúst 2025 22:43
Sverrir Örn Einarsson
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Jökull Elísabetarson
Jökull Elísabetarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum ekki nóg til að vinna.“ Voru fyrstu orð Jökuls Elísabetarsonar þjálfara Stjörnunar eftir 1-1 jafntefli liðsins við Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í fyrr í kvöld inntur eftir viðbrögðum sínum. Jökull hélt áfram.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Stjarnan

„Fyrri hálfleikur var ævintýralega slakur hjá okkur. Við löguðum marg fyrir seinni hálfleikinn og fundum meira anda í liðinu og mér fannst við öflugir í lokin og vorum að sækja leikinn og ég hélt að við værum að fara að taka hann.“

Nokkur stór atriði er snúa að dómgæslunni komu upp í leiknum og gerði Stjarnan sterkt tilkall til vítaspyrnu í síðari háfleiknum til dæmis er Kyle McLagan virtist brjóta á Andra Rúnari Bjarnasyni. Jökull var spurður um sitt álit.

„Ég gat ekki séð en að þetta væru tvö púra víti og á erfitt með að sjá annað á myndbandi líka. Ég er ekki búinn að sjá sjónvarpsupptöku en þetta er ekki gott.“

Steven Caulker lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld og lék allan leikinn. Var Jökull ánægður með hann í dag?

„Já mjög, þetta er auðvitað fyrsti leikurinn hans og fyrsti leikurinn hans í svolítið langan tíma. Hann kom með margt og mér fannst hann öflugur.“

Nú styttist óðum í gluggalok en félagaskiptagluginn lokar þann 13.ágúst næstkomandi. Er von á einhverjum hreyfingum hjá Stjörnunni?

„Ég veit það ekki, það gæti alveg gerst. Ekkert ósennilegt að það komi einn leikmaður og kannski tveir en ekkert í hendi.“
Athugasemdir
banner
banner