Tilboðum í Maguire hafnað - Sesko velur Old Trafford - Villa búið að ná samkomulagi um Guessand
Steven Caulker: Töluvert betri en ég bjóst við
Rúnar Kristins: Búnir að brenna af allt of mörgum færum í sumar
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Diego Montiel: Ég gerði heimskuleg mistök og gaf þeim víti
Davíð Smári: Við skorum mark sem mér fannst vera löglegt
Maggi ósáttur með dómarann: Það er búið að merkja Elmar Kára í þessari deild
Best í Mjólkurbikarnum: Með montréttinn heima fyrir
Túfa svekktur: Var að hugsa um að við værum að sigla þessu heim
Jónatan Ingi: Bæði mörkin skrípamörk
Haukur Andri: Hörmulegur fyrri hálfleikur
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Patrick Pedersen: Það var léttir að slá markametið
Fyrirliðinn spilaði óvænt frammi og skoraði tvennu - „Var að setja boltann í netið á æfingu"
Dominic Furness: Væri draumur að fá Tindastól á Laugardalsvöll
Birta Georgs: Hugsa um einn leik í einu og spyrja svo að leikslokum.
Ákvörðun sem kom Matta á óvart - „Ekki mitt að tala um, hann verður að svara fyrir þetta"
Heimsóknin - Kormákur/Hvöt og Ýmir
Viktor skoraði mark sem fékk ekki að standa - „Boltinn fer af mjöðminni minni."
Sveinn Gísli: Ég ætla ekki að jinxa neitt
Sölvi: Þurfum svo sannarlega á honum að halda
   mið 06. ágúst 2025 22:43
Sverrir Örn Einarsson
Jökull: Fyrri hálfleikur ævintýralega slakur
Jökull Elísabetarson
Jökull Elísabetarson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við gerðum ekki nóg til að vinna.“ Voru fyrstu orð Jökuls Elísabetarsonar þjálfara Stjörnunar eftir 1-1 jafntefli liðsins við Fram á Lambhagavellinum í Úlfarsárdal í fyrr í kvöld inntur eftir viðbrögðum sínum. Jökull hélt áfram.

Lestu um leikinn: Fram 1 -  1 Stjarnan

„Fyrri hálfleikur var ævintýralega slakur hjá okkur. Við löguðum marg fyrir seinni hálfleikinn og fundum meira anda í liðinu og mér fannst við öflugir í lokin og vorum að sækja leikinn og ég hélt að við værum að fara að taka hann.“

Nokkur stór atriði er snúa að dómgæslunni komu upp í leiknum og gerði Stjarnan sterkt tilkall til vítaspyrnu í síðari háfleiknum til dæmis er Kyle McLagan virtist brjóta á Andra Rúnari Bjarnasyni. Jökull var spurður um sitt álit.

„Ég gat ekki séð en að þetta væru tvö púra víti og á erfitt með að sjá annað á myndbandi líka. Ég er ekki búinn að sjá sjónvarpsupptöku en þetta er ekki gott.“

Steven Caulker lék sinn fyrsta leik fyrir Stjörnuna í kvöld og lék allan leikinn. Var Jökull ánægður með hann í dag?

„Já mjög, þetta er auðvitað fyrsti leikurinn hans og fyrsti leikurinn hans í svolítið langan tíma. Hann kom með margt og mér fannst hann öflugur.“

Nú styttist óðum í gluggalok en félagaskiptagluginn lokar þann 13.ágúst næstkomandi. Er von á einhverjum hreyfingum hjá Stjörnunni?

„Ég veit það ekki, það gæti alveg gerst. Ekkert ósennilegt að það komi einn leikmaður og kannski tveir en ekkert í hendi.“
Athugasemdir
banner