Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 23:21
Ívan Guðjón Baldursson
Getur notað Andy Robertson sem miðvörð
Mynd: EPA
Mynd: Liverpool
Arne Slot þjálfari Liverpool þvertekur fyrir það að vörn liðsins sé þunnskipuð þó að Virgil van Dijk og Ibrahima Konaté séu einu hreinræktuðu miðverðir í hópnum.

Joe Gomez er einnig öflugur miðvörður og nefnir Slot þrjá aðra leikmenn í hópnum sem geta leyst stöðuna af hólmi í neyð. Þeir eru Ryan Gravenberch, Wataru Endo og Andy Robertson.

Slot var spurður hvort Liverpool hyggðist ætla að kaupa inn miðvörð fyrir gluggalok um mánaðamótin.

„Andy, Ryan og Wataru geta allir spilað þessa stöðu og þið eruð að gleyma Joe Gomez sem er bara að glíma við smávægileg meiðsli. Ég er mjög ánægður með þennan leikmannahóp, þetta eru strákarnir sem unnu ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð," sagði Slot, en Liverpool er búið að eyða gríðarlega miklum pening í leikmannakaup hingað til í sumar.

Fimm nýir leikmenn eru komnir í herbúðir Liverpool fyrir rétt tæpar 300 milljónir punda. Þá hefur félagið fengið 135 milljónir inn fyrir sölur á leikmönnum. Sú upphæð mun hækka þegar Darwin Núnez verður seldur á næstu dögum.

„Það er rétt að við höfum misst einhverja leikmenn í sumar en við erum líka búnir að kaupa inn nýja menn og ungu strákarnir hafa verið að skína á undirbúningstímabilinu."

Liverpool mætir Crystal Palace í leiknum um Samfélagsskjöldinn á sunnudaginn og spilar svo heimaleik við Bournemouth í fyrstu umferð á nýju úrvalsdeildartímabili næsta föstudagskvöld.

   27.07.2025 15:30
Hefur ekki áhyggjur af þunnskipaðri vörn Liverpool

Athugasemdir
banner