Bayern hefur áhuga á Jackson - Isak ekki að fara að spila æfingaleiki - Höjlund á blaði Milan
   fös 08. ágúst 2025 11:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd horfir til Madueke skiptana
Arsenal keypti Madueke fyrir um 50 milljónir punda.
Arsenal keypti Madueke fyrir um 50 milljónir punda.
Mynd: Arsenal
Manchester United er sagt vera með 50 milljóna punda verðmiða á argentínska kantmanninum Alejandro Garnacho.

Samkvæmt Telegraph horfir Man Utd á félagaskipti Noni Madueke frá Chelsea til Arsenal fyrr í sumar sem samanburð við Garnacho.

Madueke var seldur til Arsenal frá Chelsea fyrir um 50 milljónir punda.

Chelsea hefur áhuga á Garnacho og hefur Lundúnafélagið trú á því að Argentínumaðurinn muni hafna öllum öðrum tilboðum þar sem hann vilji bara fara til Chelsea.

Hinn 21 árs gamli Garnacho er ekki í plönum Rúben Amorim, stjóra United, og má yfirgefa félagið fyrir rétt verð sem er um 50 milljónir punda.

Chelsea hefur boðið United að fá Nicolas Jackson eða Christopher Nkunku í skiptum fyrir Garnacho en Man Utd vill bara fá peninginn.
Athugasemdir
banner
banner