Það styttist í að enska úrvalsdeildin fari af stað en fyrsti leikur 15. ágúst næstkomandi. Síðustu daga höfum við verið að hita upp með því að opinbera sérstaka spá Fótbolta.net fyrir deildina.
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer fjögur sem er hver verða bestu kaup tímabilsins?
Við fengum líka þekkta einstaklinga til að svara tíu spurningum í tengslum við deildina. Hér fyrir neðan má sjá svörin við spurningu númer fjögur sem er hver verða bestu kaup tímabilsins?
Adda Baldursdóttir, sérfræðingur
Viktor Gyökeres til Arsenal.
Andri Már Eggertsson, fjölmiðlamaður
Anthony Elanga til Newcastle þykir mér mjög spennandi og hef fulla trú á að hann muni vera allt í öllu þar á bæ.
Arna Eiríksdóttir, leikmaður FH
Gyokeres endar með +30 Goals/Assists.
Ásta Eir Árnadóttir, fyrrum fyrirliði Breiðabliks
Matheus Cunha. Af því maðurinn minn sagði það og hann hefur óbilandi trú.
Gunnar Birgisson, íþróttafréttamaður hjá RÚV
Þetta eru einfaldar spurningar í dag. Rán um hábjartan dag þessi Gyökeres kaup. Madueke kaupin ekki síðri.
Hjálmar Örn Jóhannsson, skemmtikraftur
Kudus til Tottenham eru nú þegar rugluð kaup en eitthvað segir mér að Barry í Everton verði nafn á vörum margra í maí.
Kjartan Atli, sjónvarpsmaður og körfuboltaþjálfari
Er Martin Zubimendi ekki nákvæmlega leikmaðurinn sem Arsenal þurfti? Held að hann eigi eftir að gera gott lið betra. Besta lánið er svo Palinha í Tottenham, ef hlutirnir ganga upp er hann líklegur til afreka.
Óskar Smári Haraldsson, þjálfari kvennaliðs Fram
Alexander Isak, ef hann kemur til Liverpool, verða bestu kaupin. Annars, ef ég tek Liverpool gleraugun af mér, að þá finnst mér Cherki kaupin hjá City ansi skemmtileg; ódýr og virðist vera leikmaður með allan pakkann. Kudus og Barry verða öflugir og svo má alveg gefa United undir fótinn með kaupin á Bryan Mbeumo.
Sóli Hólm, formaður Liverpool samfélagsins
Milos Kerkez til Liverpool.
Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður hjá SÝN
Viktor Gyökeres. Akkúrat það sem Arsenal þarf. Þeir verða í titilbaráttu.
Athugasemdir