Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   þri 08. október 2019 20:05
Brynjar Ingi Erluson
Fanndís: Ég þarf á öllum mörkum að halda
Icelandair
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Fanndís Friðriksdóttir fagnaði vel og innilega
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanndís Friðriksdóttir var létt, ljúf og kát eftir 6-0 sigurinn á Lettlandi í kvöld en hún var klár á því að þriðja mark leiksins hafi verið hennar.

Lestu um leikinn: Lettland 0 -  6 Ísland

Vallaraðstæður voru slakar og íslenska liðið var búið að búa sig undir það. Sex marka sigur var niðurstaðan.

„Nei, við vissum þetta fyrir leikinn. Maður var undirbúinn undir það og við æfðum á svipuðum velli í gær og fengum ekki að æfa hérna," sagði Fanndís.

„Þrátt fyrir erfiðar aðstæður þá náðum við að spila ágætlega oft á köflum. Það er erfitt að spila á móti svona liðum, þær voru tíu inn í teig og plús markmaður. Gott að fá markið snemma til að fá að spila smá fótbolta."

Undir lok fyrri hálfleiks fékk íslenska liðið hornspyrnu og tók Fanndís hornið. Hún kom honum fyrir markið en Maria Ibragimova, markvörður Lettlands, kýldi boltann í netið.

„Þetta var alltaf mitt mark. Ég þarf á öllum mörkum að halda. Ég átti ekki að taka hornið en því var breytt í miðjum leiknum. Ég heyrði að Dagný sagði í leiknum: „Reyndu að skora!"

Íslenska liðið er með 9 stig ásamt Svíum og ljóst að baráttan verður á milli þessara liða um öruggt sæti á EM.

„Mér fannst þetta fagmannlega gert hjá okkur og gott að enda árið svona. Við ætlum að gera þetta að einvígi og við þurfum að klára okkar þangað til leikirnir eru þarna næsta haust," sagði Fanndís í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner