Liverpool vill Guehi næsta sumar frekar en að gera janúartilboð - Man Utd dreymir um að fá McTominay aftur - Everton hefur áhuga á leikmönnum Man Utd
   fös 08. nóvember 2019 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Hoffenheim í 2. sæti eftir dramatískan sigur
Köln 1 - 2 Hoffenheim
1-0 Jhon Cordoba ('34)
1-1 Sargis Adamyan ('48)
1-2 Jurgen Locadia ('98, víti)

Jhon Cordoba kom Köln yfir gegn Hoffenheim í fyrsta leik helgarinnar í þýska boltanum.

Köln leiddi í leikhlé en Saris Adamyan kom af bekknum og jafnaði í upphafi síðari hálfleiks.

Hoffenheim var betri aðilinn en tókst ekki að gera sigurmarkið fyrr en á 98. mínútu, þegar Jurgen Locadia skoraði úr vítaspyrnu.

Heimamenn í Köln voru afar óheppnir að fá dæmda vítaspyrnu á sig en dómurinn var réttur og dramatískur sigur Hoffenheim staðreynd.

Hoffenheim er komið á fleygiferð eftir slaka byrjun á tímabilinu og var þetta fimmti sigur liðsins í röð í deildinni og sá sjötti í öllum keppnum.

Hoffenheim er í öðru sæti, með 20 stig eftir 11 umferðir. Köln er í næstneðsta sæti með 7 stig.
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 15 13 2 0 55 11 +44 41
2 Dortmund 15 9 5 1 26 12 +14 32
3 Leverkusen 15 9 2 4 33 20 +13 29
4 RB Leipzig 15 9 2 4 30 19 +11 29
5 Hoffenheim 15 8 3 4 29 20 +9 27
6 Stuttgart 15 8 2 5 25 22 +3 26
7 Eintracht Frankfurt 15 7 4 4 30 30 0 25
8 Union Berlin 15 6 3 6 20 23 -3 21
9 Freiburg 15 5 5 5 25 26 -1 20
10 Werder 15 4 5 6 18 28 -10 17
11 Köln 15 4 4 7 22 24 -2 16
12 Gladbach 15 4 4 7 18 24 -6 16
13 Hamburger 15 4 4 7 16 25 -9 16
14 Wolfsburg 15 4 3 8 23 28 -5 15
15 Augsburg 15 4 2 9 17 28 -11 14
16 St. Pauli 15 3 3 9 13 26 -13 12
17 Heidenheim 15 3 2 10 13 34 -21 11
18 Mainz 15 1 5 9 13 26 -13 8
Athugasemdir