Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 08. desember 2019 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Leicester eina liðið sem getur barist við Liverpool"
Klukkan er gleði hjá Leicester.
Klukkan er gleði hjá Leicester.
Mynd: Getty Images
Leicester vann sinn áttunda deildarleik í röð í dag er liðið vann Aston Villa á útivelli, 4-1.

Jamie Vardy skoraði tvö og er hann kominn með 16 mörk í 16 deildarleikjum á þessu tímabili.

Leicester er í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, átta stigum á eftir Liverpool. Clinton Morrison, fyrrum sóknarmaður Crystal Palace, var á BBC Radio 5 Live í dag og hann telur að Leicester sé eina liðið sem getur veitt Liverpool samkeppni.

„Jamie Vardy var stóri munurinn á liðunum í dag," sagði Morrison og bætti við: „Leicester er eina liðið sem getur barist við Liverpool á þessu tímabili."

Manchester City, Englandsmeistarar síðustu tveggja tímabila, eru í þriðja sæti, 14 stigum frá Liverpool.
Athugasemdir
banner
banner