Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 08. desember 2019 22:16
Elvar Geir Magnússon
Marcelino sagður vera mættur til Englands
Marcelino.
Marcelino.
Mynd: Getty Images
Enskir fjölmiðlar segja að Marcelino, fyrrum stjóri Valencia á Spáni, sé mættur til Englands.

Marcelino er 54 ára og hefur verið orðaður við störfin hjá Arsenal og Everton eftir að Unai Emery og Marco Silva voru reknir.

Spánverjinn var rekinn frá Valenia í byrjun tímabils og sagt er að hann sé að horfa í kringum sig eftir næsta starfi.

Arsenal er í leit að nýjum stjóra og eru með fjölda nafna á blaði. Niko Kovac, Patrick Vieira og Mikel Arteta eru meðal þeirra sem hafa verið orðaðir við Arsenal.

Goal segir að Marcelino hafi sagt Everton að hann hafi ekki áhuga á að taka við þeim bláu. Líklegt er að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri, fái meiri tíma eftir að hafa stýrt Everton til sigurs gegn Chelsea í gær.
Athugasemdir
banner
banner