Solanke á sölulista hjá Tottenham - Tilboðum Tottenham og Man Utd í Semenyo hafnað - Tottenham á eftir Samu
   sun 08. desember 2019 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn í dag - Sevilla getur komist einu stigi frá stórveldunum
Það er kominn sunnudagur og verður dagurinn tekinn snemma í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga. Fyrsti leikur dagsins, leikur Eibar og Getafe, hefst klukkan 11:00.

Leikur Eibar og Getafe verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. Eibar er í 16. sæti og Getafe í því áttunda.

Athletic Bilbao, sem hefur unnið þrjá leiki í röð, fer í heimsókn til Betis, sem hefur unnið tvo leiki í röð, klukkan 13:00. Klukkan 15:00 mæta svo Martin Ödegaard og félagar í Real Sociedad félaginu sem Ronaldo á, Real Valladolid.

Leganes og Celta Vigo eigast við klukkan 17:30 og í lokaleik dagsins mætast Osasuna og Sevilla.

Lokaleikur dagsins verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3, en með sigri kemst Sevilla einu stigi frá efstu tveimur liðunum, stórveldunum tveimur, Barcelona og Real Madrid. Þess má þó geta að Barcelona og Real eiga leik til góða.

sunnudagur 8. desember
11:00 Eibar - Getafe (Stöð 2 Sport 2)
13:00 Betis - Athletic
15:00 Valladolid - Real Sociedad
17:30 Leganes - Celta
20:00 Osasuna - Sevilla (Stöð 2 Sport 3)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 10 9 0 1 22 10 +12 27
2 Barcelona 10 7 1 2 25 12 +13 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Atletico Madrid 10 5 4 1 18 10 +8 19
5 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
6 Betis 10 4 4 2 15 12 +3 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Vallecano 10 4 2 4 12 10 +2 14
9 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
10 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
11 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
12 Alaves 10 3 3 4 9 9 0 12
13 Celta 10 1 7 2 11 13 -2 10
14 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
15 Levante 10 2 3 5 14 18 -4 9
16 Mallorca 10 2 3 5 11 15 -4 9
17 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
18 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner
banner