Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 08. desember 2022 12:32
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Luis de la Fuente nýr landsliðsþjálfari Spánar (Staðfest)
Luis de la Fuente.
Luis de la Fuente.
Mynd: Getty Images
Spánverjar voru ekki lengi að tilkynna um nýjan landsliðsþjálfara eftir að Luis Enrique hvarf á braut.

Nýr þjálfari spænska landsliðsins er Luis de la Fuente sem hefur stýrt spænska U21 liðinu frá 2018. Þar áður var hann þjálfari U19 landsliðsins og því þekkir hann vel til hjá spænska fótboltasambandinu.

De la Fuente, sem er 61 árs, spilaði með Athletic Bilbao, Sevilla og Alaves á sínum leikmannaferli. Sem þjálfari á hann ekki mikinn félagsliðaferil að baki; stærst var það þegar hann stýrði Alaves í þrjá mánuði fyrir tólf árum síðan.

Hann verður kynntur til leiks fyrir spænsku þjóðinni í hádeginu á mánudag.

Spánverjar ollu vonbrigðum á HM í Katar þar sem þeir töpuðu fyrir Marokkó í 16-liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner
banner